UM MÓTIÐ

Um Norðurálsmótið

Um Norðurálsmótið

Norðurálsmótið er knattspyrnumót fyrir stráka og stelpur í 7. flokki og einnig stelpur og stráka í 8.flokki, sem koma til að skemmta sér í leik og keppni. Á mótinu í fyrra voru 301 lið að keppa sem samsvara 1800 keppendum frá 35 aðildarfélögum víðsvegar af landinu. 

Mótstjórn hvetur þjálfara og foreldra að hafa það hugfast að Norðurálsmótið er mót fyrir byrjendur og hefur því uppeldislegt gildi. Byrjendur þurfa að fá að læra af mistökum. Hjálpumst að, þá gengur allt betur. Fótbolti er skemmtun. Þessi skemmtun skiptir okkur öll máli. Við sendum baráttukveðjur til allra þátttakenda og óskum ykkur góðs gengis og síðast en ekki síst góðrar skemmtunar. 
SKRÁNING

Aðstaðan

Mótið fer fram á Jaðarsbökkum, en þar er gríðarstórt útisvæði hannað fyrir iðkun knattspyrnu. Einnig er Akraneshöllin mikið notuð á mótinu þar sem gæði vallar og aðstöðu eru til fyrirmyndar.

Gistiaðstaða fyrir keppendur eru í tveimur grunnskólum Akraneskaupstaðar, þeim Brekkubæjarskóla og Grundarskóla. Einnig er gist í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þar að auki eru tjaldsvæði í bænum alltaf fullnýtt á meðan móti stendur.

Í bænum má svo finna gott útval verslana og veitingastaða, sjúkraþjónustu, og útivist sem mun fylla dag þeirra fjölskyldna sem fylgja með á mótið.
SKRÁNING
Share by: