- Staðfestingargjald fyrir hvern einstakling með og án gistingar : 2.000kr
- Gjaldið dregst ekki frá mótsgjöldum einstaklinga.
- Staðfestingargjald einstaklinga verður bara endurgreitt ef mótið fellur niður
- Síðasti dagur til að greiða staðfestingargjald er 15. febrúar
Þátttökugjöld – einstaklinga :
- Mótsgjald fyrir hvern þáttakenda með mat en án gistingar 27.500kr
- Mótsgjald fyrir hvern þátttakenda með gistingu og mat: 29.500kr
- Mótsgjald fyrir hvern þátttakenda án matar og án gistingar: 23.000kr
- Innifalið í þátttökugjaldi er greiðsla fyrir einn fullorðinn með hverju liði sem er í gistingu og mat.
- Síðasti dagur til að greiða þátttökugjald er 15. apríl.
Fyllið út formið hér að neðan til þess að gefa upplýsingar um liðin
Staðfestingar og þáttökugjald skal leggjast inn á reikning 552-26-6077 kt:500487 1279.
Setjið lið, fjölda og kyn í skýringu, t.d ÍA35KK
Innifalið í þátttökugjaldi er :
- Kappleikir í þrjá daga, Norðurálsmótgjöf, skrúðganga,setningarathöfn, grillveisla, kvöldvaka og sundferð.
- Auk þess fá allir leikmenn þáttökugjöf.
- Innifalið í gistigjaldi og mat er:
Morgunmatur: laugardagur og sunnudagur - Hádegismatur: laugardagur og sunnudagur
- Kvöldmatur: föstudag og laugardag
Gisting:
Félög geta valið hvort allur hópurinn gistir eða bara hluti hópsins sem verður í gistingu. Gerð er krafa um 1 - 2 fullorðna í gistingu með hverju félagi í hverri stofu.
Það er gott ef félögin geti sent í tölvupósti hvort þau verði í gistingu eða ekki og senda á [email protected]
Frekari upplýsingar.
Fyrirvari vegna myndatöku á Norðurálsmótinu
Hluti af Norðurálsmótinu er myndataka frá setningu mótsins, leikjum keppenda og stemningunni af hliðarlínunni. Frá árinu 2011 hefur SportHero séð um að varðveita sögu mótsins með myndatöku á þátttakendum og umgerð Norðurálsmótsins. Mótið er allt myndað við bestu aðstæður og geta foreldrar nálgast myndir af barni sínu á merktu svæði á mótinu sem og nálgast myndirnar af heimasíðu SportHero eftir að mótinu líkur.
Allir þátttakendur fara með liði sínu í liðsmyndatöku og að loknu mótsins gefst forráðamönnum kostur á að nálgast myndirnar af liði sínu án endurgjalds, af heimasíðunni www.sporthero.is
Með þátttöku á Norðurálsmótinu er forráðamönnum því ljóst að barn þeirra verður að öllum líkindum myndað og þeir samþykkir því og myndir birtast af börnum þeirra, þeim til nálgunnar á mótinu eða af heimasíðu SportHero.
Til þeirra forráðamanna sem ekki vilja að barn þeirra sé myndað, er þeim bent á að senda póst á [email protected] og tilgreina nafn nafn barns, lið, númer á treyju og leiktíma liðsins svo hægt sé að verða við óskum um að barn sé ekki myndað. Frekari fyrirspurnum um myndatöku er einnig hægt fá svör við með pósti á [email protected] eða með símtali í síma: 662-1111