MÓTSGJALD 7. FLOKKS

Norðurálsmót 2024
Mótsgjöld 7.flokks drengja og stúlkna

Norðurálsmót 7.flokks fer fram 21. - 23. júní 2024.  
Spilaður er 5 manna bolti. 

  
Staðfestingargjöld – einstaklinga :
  • Staðfestingargjald fyrir hvern einstakling  með og án gistingar : 2.000kr
  • Eindagi er 25. janúar, eftir það hækkar gjaldið í kr 3.000kr 
  • Gjaldið dregst ekki frá mótsgjöldum einstaklinga.
  • Staðfestingargjald einstaklinga verður bara endurgreitt ef mótið fellur niður
  • Hægt er að borga staðfestingargjald á mótið hér að neðan.
Greiða staðfestingargjald

Þátttökugjöld – einstaklinga :

  • Mótsgjald fyrir hvern þátttakenda án gistingar : 17.000kr
  • Mótsgjald fyrir hvern þáttakenda með mat en án gistingar 23.000kr
  • Mótsgjald fyrir hvern þátttakenda með gistingu og mat: 25.500kr
  • Eindagi er 15.apríl 2024 eftir það hækkar gjaldið í kr 20.000 pr.iðkanda án gistingar og mat, 26.000kr pr.iðkanda með mat en án gistingar og 28.500kr pr.iðkanda með gistingu og mat.
  • Gerð er krafa um einn 1 fullorðinn með hverju liði sem er í gistingu og mat.


Innifalið í þátttökugjaldi er :

  • Kappleikir í þrjá daga, Norðurálsmótgjöf, skrúðganga,settningarathöfn, grillveisla, kvöldvaka og sundferð.
  • Auk þess fá allir leikmenn þáttökugjöf.
  • Innifalið í gistigjaldi og mat er:
    Morgunmatur: laugardagur og sunnudagur
  • Hádegismatur: laugardagur
  • Kvöldmatur: föstudag og laugardag

Þátttakendur eru allir leikmenn og þeir farastjórar/þjálfarar og liðsstjórar sem gista og/eða eru í mat 

á vegum Norðurálsmótsins. Gerð er krafa um 1 fullorðin á hvert lið. 

sem er 25.000 kr fyrir þann aðila .


Gisting:

Félög geta valið hvort allur hópurinn gistir eða bara hluti hópsins sem verður í gistingu. Gerð er krafa um 1 - 2 fullorðna í gistingu með hverju félagi í hverri stofu.

Það er gott ef félögin geti sent mér í tölvupósti hvort þau verði í gistingu eða ekki og senda á [email protected]


Tjaldstæði er á vegum Norðurálsmóts og kostar 6.000 kr pr.hýsi ef greitt er að lágmarki viku fyrir mót en 10.000 kr ef greitt er á staðnum.

Félögin geta panta stæði fyrir sín lið þegar nær dregur móti.


Frekari upplýsingar.

Páll Guðmundur Ásgeirsson

Sími: 858 7361

[email protected]



Fyrirvari vegna myndatöku á Norðurálsmótinu 


Hluti af Norðurálsmótinu er myndataka frá setningu mótsins, leikjum keppenda og stemningunni af hliðarlínunni. Frá árinu 2011 hefur SportHero séð um að varðveita sögu mótsins með myndatöku á þátttakendum og umgerð Norðurálsmótsins. Mótið er allt myndað við bestu aðstæður og geta foreldrar nálgast myndir af barni sínu á merktu svæði á mótinu sem og nálgast myndirnar af heimasíðu SportHero eftir að mótinu líkur. 


Allir þátttakendur fara með liði sínu í liðsmyndatöku og að loknu mótsins gefst forráðamönnum kostur á að nálgast myndirnar af liði sínu án endurgjalds, af heimasíðunni www.sporthero.is 


Með þátttöku á Norðurálsmótinu er forráðamönnum því ljóst að barn þeirra verður að öllum líkindum myndað og þeir samþykkir því og myndir birtast af börnum þeirra, þeim til nálgunnar á mótinu eða af heimasíðu SportHero. 


Til þeirra forráðamanna sem ekki vilja að barn þeirra sé myndað, er þeim bent á að senda póst á [email protected] og tilgreina nafn nafn barns, lið, númer á treyju og leiktíma liðsins svo hægt sé að verða við óskum um að barn sé ekki myndað. Frekari fyrirspurnum um myndatöku er einnig hægt fá svör við með pósti á [email protected] eða með símtali í síma: 662-1111 

Share by: