Hvað er langt í næsta mót?

Norðurálsmótið 2025 verður 20. - 22. júní

:
:
:
Days
Hours
Minutes
Seconds

Mótið er byrjað!

Norðurálsmót 2025


Skráning er hafin á Norðurálsmótið 2025. Á mótinu í fyrra voru 336 lið að keppa sem samsvara 2000 keppendum frá 38 aðildarfélögum víðsvegar af landinu og einu félagi frá Grænlandi. Norðurálsmótið er eitt stærsta mót landsins og er með fyrstu stórmótum sem keppendur fara á.


Mótið í ár er 40 ára afmælismót og munum við fagna því!


Tekin var ákvörðun um að færa 8. flokks mótið á 17. júní og gera því mót hærra undir höfði.


Hér er hægt að skrá lið til leiks á 7. flokks mótið: https://www.norduralsmot.is/skraning


Okkur hlakkar til að sjá ykkur í sumar!


40 ára afmælismyndband hér að neðan

Norðurálsmótið 2024


Norðurálsmótið var haldið í 39.skipti á Akranesi dagana 20.-25.júní. Mótið hófst 20.júní með keppni 8.flokks barna. Mótið var svo formlega sett föstudaginn 21.júní með skrúðgöngu og setningu. 7.flokkur drengja og stúlkna hóf keppni þann dag og var þetta í annað skipti sem 7.flokkur stúlkna tók þátt í mótinu. Heildarfjöldi þátttakenda í Norðurálsmótinu í ár voru um 2000, eitt það fjölmennasta á Íslandi. 


Einnig er hægt að skoða leikina sem sýndir voru á mótinu á Youtube rás ÍATV https://www.youtube.com/@iatv 


Við þökkum öllum þeim sem komu á mótið og tóku þátt, iðkendur, foreldrar, þjálfarar, liðsstjórar og áhorfendur. 


Hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta ári, 19. - 22.júní 2025.


Inn á Facebook síðunni okkar er hægt að finna frekari upplýsingar um mótið :)

Hér er síðan

Hér eru svipmyndir frá ÍA TV af Norðurálsmótinu 2024

Svipmyndir frá sunnudeginum

Svipmyndir frá laugardeginum

Svipmyndir frá föstudeginum

Staðsetning

Norðurálsmótið fer fram á svæði Jaðarsbakka ár hvert. Um er að ræða bæði útisvæði sem og Akraneshöllina

Norðurál

Norðurál er aðalstyrkataðili mótsins. Norðurál framleiðir ál á umhverfisvænan hátt og leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið.
Við hjá Knattspyrnufélagi Í.A. þökkum Norðuráli dyggan stuðning.